Fyrirtækið

Kokkur er vörumerki undir fyritækinu Humar kokkur ehf og byrjaði þróun á humarsoði 2009. Humarinn í soðinu kemur frá Höfn í Hornafirði, humarhöfuðstað Íslands. 

Humarsoð og Humarsúpa Kokksins er sprottin upp úr samstarfi við Matís sem selur heildstæða ráðgjöf og aðgang að vöruþróunaraðstöðu til að umbreyta hugmyndum yfir í gæðamatvæli. Kokkur hefur m.a. notið aðstoðar matvælahönnuða og matvælafræðinga sem starfa á vegum Matís til að gera hugmyndina að veruleika.

Markmið

Markmið Kokksins er að framleiða hágæða vörur fyrir almening svo hægt sé að matreiða á einfaldan og þægilegan hátt fyrsta flokks mat heima hjá sér. Við leggjum líka hart að okkur að innhald humarsoðsins sé ekki ofnæmisvaldandi, innihaldi eingin aukaefni, lítið af syki og salti.