Humarsúpa

Fáðu þér tilbúna humarsúpu!

Humarsúpa kokksins er unnin úr humarsoði kokksins, einstaklega bragðgóð fyrir sælkera. Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp. Aðal krafturinn er úr humarsoði kokksins sem er lagað úr humarskeljum. Kokkurinn notar einungis bestu hráefni sem völ er á og stendur sjáflur við pottana til að tryggja fyrsta flokks vöru. Kokkurinn mælir með að setja humarhala eða bæta öðru sjávarfangi út í súpuna.

Humarsúpa Kokksins hefur einungis verið til sölu á Matarmarkaði Búrsins í Hörpuni undanfarin ár og hefur slegið þar í gegn.