Uppskriftir‎ > ‎

Humarsúpan góða

Innihald:
 • 2 box Kokkur Humarsoð
 • 2 msk tómatpureè
 • 2 tsk fiskikraftur
 • 2 tsk grænmetiskraftur
 • 50 ml hvítvín
 • 500 ml mjólk
 • 100 ml rjómi
 • 1 tsk chili (Sweet chilli sósa)
 • 1,5 tsk salt
 • 0,5 tsk pipar
 • 1 rif af hvítlauk (eða hvítlauks mauk)
 • 3 msk þykkja (t.d. Hveiti+olía)
Handa átta.
Aðferð:

Sjóðið Humarsoðið rólega í potti með hvítvíni, tómatpureèi, kröftum, kryddi og pressuðum hvítlauk í 10-15 min.  Bætið við rjóma og mjólk, hrærið og þykkið.