Uppskriftir‎ > ‎

Sjávarrétta- og humarsúpa

Innihald:

  • 3 box Kokkur Humaroð
  • 1,5 l vatn
  • 500 ml rjómi
  • 1 dós kókosmjólk
  • 250 ml mysa
  • 1 stk púrrulaukur
  • 2 stk rauðlaukar
  • 4 stk paprikur
  • 1 askja sveppir
  • 1 poki gulrætur
  • 2 stk sellerí
  • 1 tsk púðursykur
  • 1 dl sólþurrkaðir tómatar
  • 2 dl tómatpúrre 
  • 3 stk hvítlauksrif
  • 2 grænmetisteningar
  • 1 nautakraftsteningur
  • 4 tsk karrý – sterkt
  • salt og pipar
  • oregano
  • Blandaður Fiskur
fyrir 15 til 20 manns
Aðferð:

Sjóðið Humarsoðið rólega með vatni ásamt pressuðum hvítlauksrifum og kröftum í 10-15 min. Rjóma og kókosmjólkinni er svo hrært saman við. Skerið niður allt grænmeti og bætið út í. Púðursykri er bætt við. Kryddið eftir smekk, þykkið og lækkið hitann. Bætið við blönduðum fiski og sjóðið þar til hann er tilbúinn.